Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sýnir að hvorki Viðreisn né Björt framtíð myndi ná manni á þing ef kosið væri nú.

Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærstur ef niðurstaða könnunarinnar myndi skila sér í kosningum, en ríkisstjórnin væri fallin vegna þess að hvorugur samstarflokkanna kæmist inn á þing.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er eins og hér segir:

  • Sjálfstæðisflokkur - 32,1% - 23 þingmenn
  • Vinstri grænir - 27,3% - 19 þingmenn
  • Píratar - 14,3% - 10 þingmenn
  • Samfylkingin - 8,8% - 6 þingmenn
  • Framsóknarflokkurinn - 7% - 5 þingmenn
  • Björt framtíð - 3,8% - enginn þingmaður
  • Viðreisn - 3,1% - enginn þingmaður

„Við eigum helling inni,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar í Fréttablaðinu.

„Við erum nú þegar búin að vinna að mjög mörgum góðum málum sem eru komin í farveg og við munum halda áfram að gera það á kjörtímabilinu og sanna okkur.“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn áfram munu endurvinna traust. „Sígandi lukka,“ segir Logi Már.

„Þetta eru stór tíðinid, að miðju- og félagshyggjuföflin eru að ná býsna sterkri stöðu. Og þetta staðfestir kannski að Sjálfstæðisflokkurinn tók Bjarta framtíð og Viðreisn á ippon í stjórnarsamstarfinu.“