Gengi hlutabréfa bandaríska hátæknifyrirtækisins Apple hefur fallið um næstum 7,9% síðan heldur döpur afkomuspá fyrirtækisins var birt í gær. Gengið stendur nú í tæpum 509 dölum á hlut sem er sambærilegt og það stóð í um miðjan október í fyrra.

Ástæðan fyrir gengislækkuninni er einkum sú að ekki seldust jafn margir iPhone-símar í fyrra og búist hafði verið við og kunni það að hafa áhrif á hagnað Apple.

Reuters-fréttastofan hafði eftir markaðssérfræðingum að Apple þurfi að framleiða ódýrari farsíma ætli fyrirtækið að standa sig í samkeppninni við önnur fyrirtæki sem selja ódýra farsíma. Þetta þurfi fyrirtækið að gera þar sem ekki sé markaður fyrir dýrari gerðir síma. Í kjölfar þess að afkomuviðvörunin var gefið út lækkuðu að minnsta kosti 14 miðlarar verðmat sitt á hlutabréfum Apple.

Apple seldi 51 milljón iPhone-farsíma á fjórða ársfjórðungi. Búist var við því að selja fjórum milljónum fleiri síma.