„Miðað við í janúar í fyrra þá er mikil aukning í ár,“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, um aðsókn á útsölur það sem af er janúarmánuði.

Sturla segir ástæðuna vera meðal annars sú að Smáralind sé að styrkja sig í sessi.

Um jólaverslunina segir Sturla: „Hún fór seinna af stað en menn áttu von á. En menn eru þokkalega sáttir við niðurstöðuna,“ segir Sturla og bætir við að þeir í Smáralind hafi trú á því að 2014 verði gott ár hjá verslunarmiðstöðinni. Útsölunni í Smáralind lýkur 3. febrúar næstkomandi.