Ferðamönnum yfir vetrartímann fer sífellt fjölgandi og sýna nýjustu tölur frá Ferðamálastofu að í janúar í ár voru brottfarir um Flugstöð Leifs Eiríkssonar 75,3% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Voru erlendir ferðamenn 77.600 talsins í fyrra, en í janúar í ár voru þeir 136.000 talsins. Allt árið í fyrra voru brottfarirnar 1.768.000 talsins, sem var aukning um 40,1% á milli ára. Greining Íslandsbanka spáði því svo að í ár myndi ferðamönnum fjölga um 35% frá árinu á undan.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, hefur verið á ferð og flugi í vetur og tekið myndir af ferðamönnum víðs vegar um landið.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)