Ný könnun Gallup sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands sýnir að stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja flestir góðar aðstæður í efnahagslífinu um þessar mundir. Það vekur sérstaka athygli hve jákvæðum augum stjórnendur útflutningsfyrirtækja virðast líta efnahagslífið enda margir sem hafa lýst erfð­ um rekstraraðstæðum í kjölfarið mikillar styrkingar krónunnar. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, segir nokkuð ljóst að svörin endurspegli ekki þá erfið­ leika sem fyrirtæki í útflutningi eiga við um þessar mundir heldur fremur heildaraðstæður í efnahagslífinu.

Tæplega 80% stjórnenda telja aðstæður í atvinnulífinu góðar

Könnunin sýnir að vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er enn nálægt hámarki eins og undanfarin tvö ár. Tæplega 80% stjórnenda telja aðstæður í atvinnulífinu góðar á sama tíma og einungis 3% telja að þær séu slæmar. Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun að undanförnu eru niðurstöður fyrir útflytjendur vöru og þjónustu svipaðar þar sem 75% stjórnenda í þeim greinum telja aðstæður góðar en 6% slæmar.

Stjórnendur eru almennt sammála um að staðan í atvinnulífinu verði betri eða jafngóð eftir sex mánuði. 24% telja að aðstæður batni, 63% að þær verði óbreyttar en 13% að þær versni. Í hópi stjórnenda útflutningsfyrirtækjanna telja 20% að þær batni, 63% að þær verði óbreyttar og 17% að þær versni.

Það vekur ef til vill helst athygli hve jákvæðum augum útflutningsfyrirtæki líta aðstæður í atvinnulífinu enda hafa stjórnendur þeirra verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu þar sem þeir hafa lýst erfiðum rekstrarskilyrðum í kjölfar styrkingar krónunnar. Ber þar hæst um þessar mundir róttækar aðgerð­ir HB Granda á Akranesi.

Það er skoðun Hannesar að svarendur hafi ekki endilega horft til þessara þátta atvinnulífsins þegar spurningunni var svarað. „Ég hef þá trú að menn séu ekki að horfa til þessa þegar þeir eru að meta aðstæðurnar heldur fremur til mikils hagvaxtar og umsvifa. Þrátt fyrir að HB Grandi verði að bregðast við sterku gengi með því að grípa til mjög rótækra hagræðingarað­ gerða þá gætu þeir verið að svara þessari könnun með þeim hætti að aðstæður séu góðar. Aðstæð­ ur á erlendum mörkuðum eru vissulega góðar og menn eru að fá gott verð fyrir útflutningsafurðina, vandamálið er bara gengið,“ útskýrir Hannes.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.