Byggingaraðilar segja sumarbústaðamarkaðinn hafa tekið hressilega við sér að undanförnu og stafar eftirspurnin jafnt frá aðilum tengdum ferðaþjónustunni sem og einstaklingum. Þar að auki virðist ástandið á fasteignamarkaðnum  í einhverju mæli reka ungt fólk til þess að reisa sér sjálft ódýrari timburhúsnæði utan borgarinnar.

Fyrirtækið Landshús framleiðir hús sem kallast Jöklar og eru sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður og hægt er að útfæra á ýmsa máta. Að sögn Magnúsar J. Hjaltested, framkvæmdarstjóra og eiganda Landshúsa var fyrirtækið í raun stofnað til að svara þeirri miklu eftirspurn sem barst frá ferðaþjónustunni um litla sumarbústaði og gistieiningar.

„Síðan hefur bæst við mikil eftirspurn frá einstaklingum þar sem krafan hafa verið um nokkuð stærri hús og erum við því einnig farin að bjóða upp á slíkar lausnir. Það er í raun gríðarleg eftirspurn eftir húsum úr ýmsum áttum, þar á meðal sumarhús, veiðihús, starfsmannahús og jafnvel einbýlishús sem fólk ætlar sér að búa í allt árið um kring.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ný tæknilausn fyrir hafnir
  • Óviðunandi árangur í kjarnarekstri íslensku bankanna
  • Hlutdeild smærri fjármálafyrirtækja í verðbréfamiðlun eykst
  • Horfur um milljarða króna arðgreiðslu frá Landsvirkjun
  • Rætt er við annan höfund nýrrar bókar um efnahagsaðgerðir eftirhrunsáranna.
  • Harðnandi samkeppni á kaffimarkaði
  • Þorsteinn Víglundsson Velferðarráðherra er í ítarlegu viðtali og ræðir m.a. um frumvarp um jafnlaunavottun
  • Uppruni Michelin stjörnunnar er rakin
  • Heimssókn á nýsköpunarráðstefnu Álklasans
  • Nýr forstjóri Hörpunnar ræðir aukin tækifæri til ráðstefnuhalds
  • Opnun nýrrar Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðvar á Hvolsvelli
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um áfengisfrumvarpið
  • Óðinn tekur fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans