Nokkuð hefur borið á áhyggjum meðal fólks tengt því hve orkufrek Bitcoin-gagnaverin eru, þar sem knýja þarf öflugar tölvur ásamt því að kæla þær, til að koma í veg fyrir að þær bræði úr sér. Þessi mikla orkunotkun veldur Bill þó engum áhyggjum.

„Þessi mikla orkunotkun veldur mér ekki áhyggjum, þar sem það er hægt að nálgast rafmagn á ódýran og umhverfisvænan hátt. Gröftur eftir rafmyntum býr til þörf á því að komið sé upp innviðum sem framleiða rafmagn á ódýran og umhverfisvænan máta. Þetta verður til þess að fleiri munu sjá hag sinn í að koma upp sólarorkuverum sem framleiða rafmagn. Það er ódýrara að koma upp óumhverfisvænni framleiðslu á rafmagni ef þörfin á rafmagni er lítil, til dæmis með því að nota kol. En þegar þörfin á rafmagni er mikil þá er ódýrara að koma upp sólarorkuverum. Eftirspurnin eftir rafmagni skapar því framboð af ódýrara rafmagni. Ég tel því þessa miklu rafmagnsþörf gagnavera vera til góðs, þar sem það býr til þörfina á ódýrari og umhverfisvænni innviðum í framleiðslu rafmagns," segir Bill.

Bitcoin engin bóla

Margir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði fjármála, hafa lýst því yfir að miklar sveiflur á gengi Bitcoin og annarra rafmynta þar sem miklar verðhækkanir og lækkanir gerast á stuttum tíma,  sé bóla sem muni á endanum springa. Bill telur að svo sé ekki. „Allir hafa auðvitað sína skoðun á þessu. En ef fólk telur að stærðfræðin á bak við Bitcoin sé traust, sem ég tel að sé raunin, og ef það telur einnig að fjöldi Bitcoin sé fastur, það sé sem sagt fast framboð, og telur einnig að notkun rafeyris sé einfaldari en að ganga um með gull í vasanum og greiða fyrir vörur með því. Ef þetta reynist rétt og allt Bitcoin í heimi verður jafn mikils virði og gull, sem ég hef trú á að gerist, þá tel ég að Bitcoin sé engin bóla."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .