Mikil sala á vörum IKEA í Kína og Póllandi hefur haft mikil áhrif á afdrif fyrirtækisins. Árið 2016 jókst sala fyrirtækisins um 34,2 milljarða evra. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Sænska keðjan opnaði 12 ný útibú á síðasta rekstrartímabili. Salan jókst um 7,1% en hækkunin var ekki jafn mikil og á síðustu 12 mánuðum á undan því.

Salan í Póllandi hækkaði um 20% sem gerir landið að þeim markaði sem hefur stækkað mest, en salan jókst einnig mikið í Kanada og Ástralíu.

Þýskaland er enn stærsti markaður IKEA og Bandaríkin sá næst stærsti.

Nú stefnir keðjan að því að opna búðir í Indlandi og Serbíu á þessu ári og nú þegar er hægt hægt að finna 340 útibú IKEA í 28 löndum.