Frá því að Costco hóf starfsemi hér á landi í byrjun sumars hefur félaginu ekki gengið vel að halda í starfsfólk, né heldur að finna húsnæði fyrir það starfsfólk sem komið hefur til landsins vegna opnunarinnar.

Hafa 75% af 60 manna stjórnendateymi sem sendir voru sérstaklega í þjálfun til Bretlands þegar hætt störfum sem og að illa hafi gengið að manna störf Íslendingum eins og að var stefnt að því er Morgunblaðið greinir frá. Því hafi mikill kostnaður komið til við upphald starfsfólks á gistiheimilum og hótelum sem hafi verið sent hingað til lands.

Sue Knowles, markaðsstjóri Costco í Bretlandi, sem rekur starfsemina hér á landi sagði að það ætti við um allar verslanir fyrirtækisins að það tæki ákveðinn tíma að fá jafnvægi á starfsmannahaldið.

„Við teljum þetta ekki meira á Íslandi en á öðrum nýjum stöðum í heiminum,“ segir hún en segir að af 420 starfsmönnum fyrirtækisins hér á landi hafi 10 starfsmenn frá Bretlandi tekið ákvörðun um að flytja hingað til lands og þiggja fasta stöðu hér.