*

sunnudagur, 19. maí 2019
Innlent 21. september 2018 16:39

Mikil viðskipti með bréf VÍS

Viðskipti í kauphöllinni námu samtals 1,6 milljarði í dag, en þar af voru rúm 600 milljón króna viðskipti með bréf VÍS.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason er forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta í kauphöllinni nam 1.570 milljónum króna og úrvalsvísitalan OMXI8 lækkaði um 0,15%. Verð hlutabréfa 13 félaga lækkaði, en hækkaði aðeins hjá þremur, og verð tveggja félaga var óbreytt.

Bréf í Eimskipum lækkuðu mest, um 1,6% í 74 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu Síminn með 1,5% lækkun í 95 milljón króna viðskiptum og Eik með jafn mikla lækkun í 59 milljóna viðskiptum.

Lang mest viðskipti voru með bréf VÍS, samtals um 618 milljón krónur, og verð bréfanna hækkaði um 1,26%, sem einnig er mesta hækkun dagsins. Hin 2 félögin sem á annað borð hækkuðu, hækkuðu um undir 1%, og þau félög sem komust næst VÍS í veltu voru Marel með 129 milljón króna veltu og Reitir með 122.

Stikkorð: Kauphöll
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim