Kjarni.is, sem er íslensk verslunarmiðstöð á netinu, efndi til morgunverðarfundar á veitingastaðnum Nauthól á dögunum. Þar var fjallað um stöðu íslenskrar netverslunar, umfang hennar og tækifæri í framtíðinni.

Tæplega 600 íslenskar netverslanir eru skráðar hjá kjarni.is og fer þeim fjöldandi. Fram kom á fundinum að mikill áhugi er fyrir hendi á netverslunum hér á landi og um 400% aukning hefur orðið á netverslun á Íslandi á síðustu 5 árum en verslun með fatnað, skó og íslenska hönnun á netinu hefur aukist til muna á undanförnum árum.

Meðal þeirra sem fluttu erindi á fundinum voru Þór Sigurðsson frá kjarni.is, Emil B. Karlsson frá Rannsóknarsetri verslunarinnar, dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við HR, Bríet Pálsdóttir frá Advania og Katla Hreiðarsdóttir, sem rekur verslunina Systur og makar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)