Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,19% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.750,15 stigum. Mest var hækkunin á bréfum Regins, eða 4,53%, en einnig hækkaði gengi VÍS um 4,46% og Reita um 4,39%. Önnur félög hækkuðu verulega í dag. Gengi tveggja félaga lækkaði hins vegar, N1 um 0,23% og Össurar um 2,59%, reyndar í litlum viðskiptum.

Velta á hlutabréfamarkaði var með mesta móti í dag, eða 4.559,3 milljónir króna, en nokkrir samverkandi þættir leiddu hlutabréfaverð upp á við í dag, eins og fjallað var um á vb.is . Hlutabréfavísitala GAMMA hefur hækkað um 55% undanfarna tólf mánuði.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,5% í dag í 13,2 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,6% í 2,1 milljaraða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 11,1 milljarða króna viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% í dag í 0,5 milljarða króna viðskiptum.