Launamunurinn var mestur innan fjármálastarfsemi en minnstur í vatnsveitum, fráveitum, meðhöndlun úrgangs og afmengun.

Hins vegar var miðgildi heildarlauna hæst í veitum eða 772 þúsund krónur, en launadreifingin var minni þar en í fjármálageiranum og því færri gildi til hækkunar meðallauna.

Sérfræðingar í fræðslustarfsemi lægst launaðir

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um laun á árinu 2015, en ef horft er til einstrakra starfstétta sést að launamunurinn innan þeirra er mjög mismikill.

Laun sérfræðinga var til að mynda á bilinu 540 þúsund krónur til 909 þúsund krónur á mánuði, lægst í fræðslustarfssemi, líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður, og hæst í fjármálastarfsemi. Eru kennarar stærsti hópur sérfræðinga í flokki fræðslustarfssemi, en í fjármálastarfsemi eru sérfræðingar í viðskiptagreinum ráðandi.

Verkfræðingar, læknar og hjúkrunarfræðingar stærstu hóparnir

Heildarlaun sérfræðinga í heilbrigðis- og félagsþjónustu voru 802 þúsund krónur og 898 þúsund krónur í rafmagns-, gas- og hitaveitum. Í Veitum eru verkfræðingar stærsti hópurinn og læknar og hjúkrunarfræðingar í hópi heilbrigðis- og félagsþjónustu.

„Dreifing launa innan starfsstéttar getur einnig verið mikil þó um sé að ræða sömu atvinnugrein,“ segir í frétt Hagstofunnar.

„Sem dæmi má nefna þá var spönnin milli neðsta tíundahluta og þess efsta rúmlega 900 þúsund krónur hjá sérfræðingum í heilbrigðis- og félagsþjónustu en rúmlega 300 þúsund í fræðslustarfsemi.“

Aðrar niðurstöður úr tölum Hagstofunnar: