Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill straumur ferðamanna til Vestmannaeyja

Edda Hermannsdóttir
30. júní 2012 kl. 18:25

Sumarið er viðburðarríkt í Vestmanneyjum og ferðamenn heimsækja bæinn í síauknum mæli.

Farþegar til eða frá Vestmannaeyja voru yfir 9000 í síðustu viku þegar Pæjumótið stóð yfir. Um helgina er Shellmótið og því áfram mikill straumur til Eyja. Við tekur Goslokahátíðin og ferðamannafjöldi nær síðan hámarki á Þjóðhátíð.

Kristín Jóhannsdóttir, ferða og menningarmálafulltrúi Vestmannaeyjabæjar, segir að gistirými sé oft uppbókuð og ennþá hefur ekkert orðið að nýjum hótelrekstri þó markaðurinn sé til staðar.

Herjólfur fer 34 ferðir og Flugfélagið Ernir er með 2 áætlunarflug á dag. Undanfarið hefur þurft að bæta við fleiri flugferðum til að anna eftirspurn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofanAllt
Innlent
Erlent
Fólk