*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 20. nóvember 2018 17:30

Mikill tjónaþungi hefur áhrif á afkomu VÍS

Samsett hlutfall í október var 109,8% en það var 97,5% í október í fyrra.

Ritstjórn
Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Samsett hlutfall í október var 109,8% en það var 97,5% í október í fyrra. Samsett hlutfall það sem af er ári er 98,3% og samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 97,9. 

Nafnhækkun fjárfestingareigna var 0,5% í október en nafnhækkun frá áramótum er 5,9%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum 1,7 milljarð í tjónabætur í október og hefur greitt viðskiptavinum rúmlega 13 milljarða í tjónabætur það sem af er ári.

„Mikill tjónaþungi gerði það að verkum að afkoma af vátryggingagreinum var almennt slæm í mánuðinum. Sérstaklega slæm afkoma var af erlendum endurtryggingum og var samsett hlutfall í greininni 158%. Skýrist það fyrst og fremst af óhagstæðri gengisþróun sem ein og sér útskýrir rúmlega sex prósentustig af samsettu hlutfalli félagsins en skilaði sér aftur á móti í jákvæðum áhrif á fjárfestingatekjur,“  segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

Stikkorð: VÍS Helgi Bjarnason