*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 15. febrúar 2017 19:22

Miklar breytingar á Kringlunni

Um 1.000 fermetra verslunarrými sem myndast við hlið H&M á efri hæð Kringlunnar er í útboðsferli.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum hefja umtalsverðar framkvæmdir á rýmum sínum til að undirbúa komu H&M. Samkvæmt framkvæmdarstjóra Kringlunnar mun 1.000 fm verslunarrými myndast við hlið sænska risans sem ekki hefur verið tilkynnt um hver mun fylla.

Á komandi dögum munu hefjast að fullu umtalsverðar framkvæmdir á Smáralind og Kringlunni með það að markmiði að undirbúa svæðin fyrir komu sænska tískuvörurisans H&M.  Í Kringlunni verður samhliða þeim framkvæmdum einnig ráðist í aðrar breytingar á sameign sem og  á suðurhluta húsnæðisins sem koma m.a. til með að auka verslunarrými hússins. 

Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdarstjóra Kringlunnar, mun jafnframt skapast 1.000 fermetra verslunarrými við hlið H&M en enn hefur ekki verið tilkynnt hvaða verslun kemur til með að fylla rýmið. Að sögn Sigurjóns veldur koma H&M því einnig að nauðsynlegt sé að ráðast breytingar á sameign Kringlunnar, fyrir utan verslunarrýmin sjálf. 

„Það verður talsverð breyting á ásýnd þessara hæða, við munum ráðast í útlitslegar breytingar á norðurenda hússins þar sem Hagkaup er nú á báðum hæðum. Þarna verður H&M annars vegar í 2600 fm rými en þar við hliðin á verður svo 1000 fermetra verslunarrými sem  enn hefur ekki verið tilkynnt um hvaða verslun mun fylla, en það er ljóst að hér í norðurendanum verða tvær stórverslanir.“ 

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Farið er ofan í saumana á rekstrarafkomu Fjarskipta, móðurfélags Vodafone
 • Rætt er um afstöðu atvinnurekenda til lögbindingu jafnlaunavottunar
 • Fjallað er um nýfallinn úrskurð dómstóls í Bretlandi á hendur Kaupþingi 
 • Afstöðu almennings til mikilvægis erlendra fjárfestinga
 • Endurkomu vinnuvéla til landsins
 • Auknar tekjur Hvalasafnsins á Húsavík
 • Samstarfsverkefni ferðaþjónustufyrirtækja í nýsköpun
 • Stærstu fjárfestingarverkefni heims
 • Möguleika aukinnar einkafjármögnunar í vegakerfinu
 • Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel er í ítarlegu viðtali
 • Yfirferð um Viðskiptaþing Viðskiptaráðs í síðustu viku
 • Rýnt í veiðitölur á svæði Láxárfélagsins í Laxá í Aðaldal
 • Sjálfstæða vöruþróun bænda í landbúnaði
 • Suðurferð aðstandanda tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður 
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um Gunnar Smára Egilsson.
 • Óðinn tekur fyrir flugfélög.
Stikkorð: Hagkaup Smáralind H&M Kringlan