*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 30. nóvember 2018 17:17

Miklar sviptingar á Festi og Icelandair

Gengi bréfa Festa hækkuðu um 11% en Icelandair lækkaði um næstum 9%, en mestu viðskiptin voru með bréf Reita.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Íslands hækkaði um 3,86% í 4,6 milljarða viðskiptum dagsins. Einungis tvö félög lækkuðu í virði, annars vegar HB Grandi sem lækkaði um 1,02% í 34 milljóna viðskiptum, niður í 33,80 krónur bréfið.

Hitt félagið sem lækkaði var Icelandair, sem lækkaði um 8,63% í 552 milljóna viðskiptum, niður í 8,89 krónur bréfið. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gærmorgun hætti félagið við kaup á Wow air, sem tilkynnti svo um það í gærkvöldi að það væri komið með stóran erlendan fjárfesti.

Mest hækkun var hins vegar á bréfum Festa, áður N1, eða um 11,0% í 361 milljóna króna viðskiptum. Fæst nú hvert bréf félagsins á 116,0 krónur, en bréfin lækkuðu mikið í gær eftir að félagið sendi frá sér uppgjör þriðja ársfjórðungs sem vanmat hagnað félagsins, en það var síðan leiðrétt um nóttina.

Mesta veltan var svo með bréf Reita, en þau hækkuðu um 7,28% í 744 milljóna viðskiptum, og fást þau nú fyrir 70,70 krónur.
Næst mesta veltan var með bréf Marel, fyrir 590 milljónir, en bréfin hækkuðu um 3,49%, upp í 385,0 krónur.

Krónan styrktist töluvert

Krónan styrktist jafnframt í viðskiptum dagsins, um 2,04% gagnvart evru sem fæst nú á 138,94 krónur, um 1,62% gagnvart Bandaríkjadal sem fæst nú á 122,57 krónur, og um 1,91% gagnvart breska sterlingspundinu sem nú fæst á 156,28 krónur.

Styrkingin gagnvart japanska jeninu nam 1,76%, en það fæst á 1,0791 og 1,95% gagnvart svissneskum franka sem fæst á 122,57 krónur. Styrkingin gagnvart norðurlandamyntunum nam 2,03% gagnvart danskri krónu sem fæst nú á 18,619 íslenskar krónur, 1,98% gagnvart þeirri sænsku sem fæst nú á 13,475 og 2,34% gagnvart norsku krónunni sem fæst á 14,262 krónur.

Stikkorð: Icelandair krónan Kauphöllin Festi markaðurinn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim