Gengi Bandaríkjadals er nú komið niður fyrir 100 krónurnar, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá á föstudag fór kaupgengið niður fyrir 100 krónu markið í fyrsta skipti frá hruni.

Hins vegar hefur milligengi sölu og kaupgengis ekki náð niður fyrir 100 krónu markið fyrr en nú. Þegar þetta er skrifað er kaupgengið 99,35 krónur, en sölugengið sléttar 100,00 krónur, svo milligengið reiknast sem 99,675 krónur.