*

þriðjudagur, 13. nóvember 2018
Erlent 14. apríl 2014 16:44

Milliríkjaviðskipti aukast á næstu misserum

Allar vísbendingar eru um að alþjóðahagkerfið sé að rétta úr kútnum.

Ritstjórn
AFP

Alþjóðaviðskiptastofnunin segir að milliríkjaviðskipti muni aukast á þessu ári og næsta ári. Búist er við því að viðskiptin muni aukast um 4,7% á þessu ári og 5,3% árið 2015. 

Ef þessi spá fyrir næsta ár gengur eftir þá verða aukning viðskipta jafn mikil og þau hafa verið að meðaltali síðustu 20 árin. BBC fréttastöðin segir að þessar tölur bendi til þess, og séu í samræmi við aðrar vísbendingar, um að alþjóðahagkerfið sé óðum að jafna sig eftir kreppuna. 

Árið 2009 minnkuðu milliríkjaviðskipti um 12% en jukust síðan aftur um 14% ári seinna. Árið 2011 var í samræmi við meðaltalið en næstu tvö árin á eftir var vöxturinn um 2%.