Google mun komast að því í vikunni hvort fyrirtækið skuldi stjórnvöldum í Frakklandi 1,12 milljarða evra vegna skattgreiðslna. Samkvæmt frétt Bloomberg munu dómstólar í Frakklandi kveða upp dóm sinn í þessari viku um hvort Google hafi með ólögmætum hætti komið sér undan skattgreiðslum í Frakklandi með því að beina sölu í landinu til Írlands.

Helsti ágreiningur málsins lítur að því hvort að höfuðstöðvar Google í Evrópu í Dublin eigi að vera skattlagðar eins og fyrirtækið væri einnig með fasta starfstöð í Frakklandi. Málið kemur upp einungis tveimur vikum eftir að Evrópusambandið sektaði Google um 2,42 milljarða evra fyrir brot á samkeppnislögum.

Franski skattalögfærðingurinn Maximilien Jazani segir að málið gæti haft alvarlega afleiðingar í för með sér þar að breytingar í túlkun á skattalögum muni hafa áhrif á öll fyrirtæki og gæti komið í veg fyrir fjárfestingar í Frakklandi. Segir hann einnig að árásir á Google komi til af því að „skatta-popúlismi" fari vaxandi meðal sumra stjórnmálamanna.

Ef dómstólar komast að þeirri niðurstöðu að Google hafi gert brotlegir gæti það einnig haft áhrif á áætlanir Édouard Philippe forsætisráðherra Frakklands um að laða fjármagn til landsins. Ríkisstjórn Philippe hyggst lækka skatta á efnafólk auk þess að lækka skatta á fyrirtæki til þess að laða fjárfesta og frumkvöðla til landsins.