Alvotech og japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma hafa náð samkomulagi um sölu og hliðstæðulíftæknilyfsins Ustekinumab í Japan. Við undirritun greiðir Fuji Pharma Alvotech um 550 milljónir íslenskra króna en að auki er kveðið á um 2,4 milljarða króna áfangagreiðslur. Heildarvirði samningsins er því um þrír milljarðar króna.

Frumlyf Ustekinumab kallast Stelara er eitt af söluhæstu lyfjum heimsins og selst fyrir um 5,2 milljarða bandaríkjadollara ár hvert. Lyfið er gefið við Crohns, psoriasis og psoriasis gigt. Samningurinn gefur Fuji Pharma aðgang að þróun og framleiðslu Alvotech.

Í desember 2018 var tilkynnt um 50 milljóna bandaríkjadala fjárfestingu Fuji Pharma í Alvotech og samkomulag um þróun og framleiðslu hliðstæðulyfs Stelara er liður í víðamiklu samstarfi fyrirtækjanna á næstu árum. Hlutafjárkaup Fuji Pharma miðaðist við um 150 milljarða króna virði Alvotech.