*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 11. október 2015 11:36

Milljón flóttamenn til Þýskalands í ár

Helmingur Þjóðverja telur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, halda illa á málefnum flóttamanna.

Ritstjórn

Rúmlega milljón flóttamenn munu koma til Þýskalands í ár samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Samkvæmt skoðanakönnunum þar í landi telur helmingur Þjóðverja Merkel ekki standa sig vel hvað málefni flóttamanna snertir um þessarm undir.

Þýsk stjórnvöld eiga erfitt með að taka á móti um það bil 10.000 flóttamönnum sem koma til landsins á degi hverjum, en samkvæmt opinberum tölum er búist við 800.000 flóttamönnum í ár. Fjölmiðlar spá því að flóttamenn verði allt að 1,5 milljón í ár.

„Þýskaland mun taka á móti meira en milljón flóttamönnum í ár," hefur Reuters eftir Sigmar Gabriel, varakanslara Þýskalands. Þá er haft eftir honum að mikilvægt sé að skapa heppileg skilyrði til þess að það megi gera vammlaust.

Nánar er fjallað um málið á Reuters.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim