Miðlun ehf hefur keypt allar rekstrarlegar eignir félagsins PSN Samskipti ehf. að því er kemur fram í tilkynningu. Sameinað félag er með tvær starfsstöðvar í Reykjavík og Akureyri, 30 fasta starfsmenn og 70 starfsmenn í úthringingum á kvöldin. Starfsemin felst í símsvörun, úthringingum, gerð skoðanakannana, markhópagerð og starfsemi Gulu línunnar.


Miðlun ehf hefur keypt allar rekstrarlegar eignir PSN Samskipti. PSN Samskipti hefur um árabil annast úthringingar og söluþjónustu fyrir viðskiptavini sína. Meðal viðskiptavina PSN Samskipti eru flest líknarfélög landsins, fjármála og fjölmiðlafyrirtæki og önnur fyrirtæki sem þurfa að vera í nánu sambandi við viðskiptavini sína með úthringingum. Starfsemi PSN verður sameinuð starfsemi Miðlunar að fullu. Starfsfólk PSN Samskipta hefur störf hjá Miðlun ehf.

Verkefni PSN Samskipta hafa falist í hverskonar úthringingum og söluþjónustu - þjónustu sem felst í að finna sölutækifæri, bókanir á heimsóknum, sölu á vörum og þjónustu í síma, uppfærslu á viðskiptamannaskrám, staðfestingu á þátttöku í hverskonar viðburðum o.fl. PSN Samskipti hefur starfað við úthringingar af þessu tagi undanfarin 5 ár.

Ennfremur hefur PSN Samskipti starfað við úthringingar vegna skoðanakannana fyrir háskóla, ráðgjafafyrirtæki, auglýsingastofur og aðra greiningaraðila. Í slíku samstarfi hefur PSN unnið að gagnaöflun en samstarfsaðilar að undirbúningi og greiningu gagna.