101 hótel hagnaðist um 29,8 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 36,8 milljóna króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Þá nam eigið fé félagsins 176 milljónum króna undir lok árs 2014 og skuldir um 74,8 milljónum en skammtímaskuldir þess jukust um 33 milljónir á milli ára.

Samkvæmt sjóðsstreymisyfirliti jókst handbært fé félagsins um tæpar 14 milljónir og nam 50,5 milljónum í lok árs. Þá dróst rekstrarhagnaður félagsins saman um rúmar sex milljónir króna á milli ára en einnig munar miklu um gengismun á rekstri félagsins sem dregur rétt rúmar tvær milljónir frá afkomu ársins. Nam handbært fé í lok árs rúmum 50 milljónum króna.

Allt hlutafé félagsins er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur og tengdra aðila en hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins