Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur gefið út spá yfir hagvaxtatölur aðildarríkja sambandsins. Í þeim hópi er Bretland, enn sem komið er. Samkvæmt spá ESB er reiknað með því að hagvöxtur í Bretlandi verði 1,5% á þessu ári og þurfti að endurskoða spánna um hálft prósentustig til hækkunar. Bloomberg fréttaveitan greinir frá.

Áður hljóðaði spáin upp á eitt prósent hagvöxt árið 2017 en er nú 1,5%, árið 2018 er enn reiknað með því að hagvöxtur verði 1,2%. Englandsbanki þurfti einnig að endurskoða hagvaxtarspá sína um leið og bankinn hélt stýrivöxtur óbreyttum. Þó gera bæði Seðlabanki Englands og framkvæmdaráð Evrópusambandsins að hægja muni á hagvexti og að verðbólga taki við sér í Bretlandi á komandi misserum.