*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 23. september 2017 14:15

Minni hagnaður hjá Melabúðinni

Hagnaður Melabúðarinnar dróst saman um tæplega helming milli ára.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Melabúðarinnar dróst saman um tæplega helming milli ára og nam 20,8 milljónum króna árið 2016 miðað við 37,6 milljóna króna hagnað árið 2017. Aukinn launakostnaður skýrir stóran hluta breytingarinnar en hann hækkaði um 24 milljónir króna milli ára og nam 163 milljónum.

Rekstrartekjur voru 1,05 milljarðar króna og jókst um 2% milli ára. Félagið greiddi 25 milljónir króna bæði 2016 og 2015. Eignir félagsins nema 305 milljónum króna, eigið fé 206 milljónum og skuldir 99 milljónum króna.

Stikkorð: Verslun afkoma Melabúðin
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim