Samanlagður hagnaður félaganna í Kauphöllinni hefur dregist saman um 5 milljarða í krónum á fyrstu níu mánuðum ársins mið- að við sama tímabil fyrir ári, úr 38 milljörðum króna í 43 milljarða króna. Hagnaður 8 af 12 félögum sem gera upp í krónum jókst, samtals um 2,7 milljarða króna. EBITDA félaganna sem gera upp í krónum jókst hins vegar aðeins um tæplega 200 milljónir króna á milli ára. Mest munar um að hagnaður Reita jókst um 2,8 milljarða króna á milli ára, að mestu vegna lækkunar á ávöxtunarkröfu.

Hjá þeim fjórum félögum sem gera upp í erlendri mynt jókst hagnaðurinn einungis hjá Marel en dróst saman hjá Icelandair, Eimskipum og HB Granda. Munurinn hjá útflutningsfyrirtækjunum skýrist af stærstum hluta af styrkingu krónunnar, enda hækkaði EBITDA Marel og Eimskipa í uppgjörsmyntinni evrum en lækkaði í krónum miðað við meðalgengi krónunnar fyrstu níu mánuði ársins 2017 og 2016.

EBITDA kauphallarfélaganna samanlagt að undanskildum tryggingafélögunum dróst saman í krónum um 10 milljarða króna, úr 84 milljörðum króna í 74 milljarða króna.

Sigurður Örn Karlsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir gengi krónunnar hafa haft mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn. „Þá sérstaklega þau félög sem eru gerð upp í erlendum gjaldmiðlum eins og Icelandair, Marel, Eimskip og HB Grandi en þau eru jafnframt stærstu félögin á markaði og hafa mikið vægi í hlutabréfavísitölunum.“

Sigurður bendir á að ávöxtun á hlutabréfamarkaði hafi verið heldur minni en væntingar hafi verið um í upphafi ársins. Úrvalsvísitalan OMXI8 hefur lækkað um 5% það sem af er þessu ári.

„Sögulega hefur hlutabréfamarkaður verið aðeins á undan hagsveiflunni og byrjað að draga úr ávöxtun eða lækka áður en það fer að hægja á hagkerfinu. Það gæti verið að hafa einhver áhrif á hlutabréfamarkaðinn um þessar mundir að hagkerfið sé að kólna og aðlagast að sjálfbærum hagvexti,“ segir Sigurður. Hagvöxtur hafi mælst 7,4% á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 miðað við 4,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2017. Þá spáir Seðlabanki Íslands því að hagvöxtur lækki í 3,4% árið 2018.

Lífeyrissjóðir horft í annað en hlutabréf

Sigurður bendir á að lífeyrissjóð­irnir hafi í auknum mæli fjárfest erlendis eftir losun fjármagnshafta og bætt í lán til sjóðfélaga. Það sé að einhverju leyti á kostnað innlendra hlutabréfamarkaðarins. „Lífeyrissjóðirnir hafa einnig verið að auka mikið sjóð­ félagalán á síðastliðnum tveimur árum og gætu nettó ný útlán sjóð­ anna til heimilanna numið um 90 milljörðum króna þegar árið er liðið,“ segir Sigurður. „Það sem vegur á móti minni umsvifum lífeyrissjóða á verð­ bréfamarkaði er áhugi erlendra aðila á hlutabréfamarkaði en þeir hafa aukið mikið við eignarhald sitt í íslenskum félögum það sem af er ári og þá sérstaklega eftir að losað var um höftin.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .