*

föstudagur, 20. október 2017
Innlent 22. júlí 2012 09:20

Minni kröfur

Fleiri virðast sætta sig við að flytja inn í íbúðir sem þurfa á ýmsum viðgerðum að halda segir umsjónarmaður eignaumsýslu Íbúðalánasjóðs.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Jónasson

Sala á eignum Íbúðalánasjóðs hefur gengið ágætlega á flestum svæðum að sögn Þórhalls Biering, umsjónarmanns eignaumsýslu hjá Íbúðalánasjóði.

Hann segir fleiri tilbúna að kaupa eignir sem þurfa meira viðhald en það getur verið vísbending um minni kröfur kaupenda. Sjóðurinn hefur verið að selja eignir sem hafa þurft á ýmsum viðgerðum að halda en nú eru það ekki verktakar sem kaupa fasteignirnar til að gera þær upp heldur er fólk að sætta sig við að flytja beint inn.

Hinsvegar segir hann að það líti út fyrir að í uppsveiflunni fyrir kreppu að meira hafi verið kastað til hendinni og því sé meira um galla í nýbyggingum, sérstaklega í raðhúsum og parhúsum.