*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 18. mars 2018 10:02

Minni sala hjá Bautanum

Hagnaður Bautans nam aðeins rúmlega milljón samanborið við tæplega 34 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Bautinn á Akureyri.

Bautinn ehf., sem rekur einn elsta veitingastað landsins á Akureyri, hagnaðist um rúmlega milljón króna á síðasta ári borið saman við tæplega 34 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður var tæplega 183 þúsund en var 40,7 milljónir árið áður.

Skýrist samdrátturinn af minni sölu, sem nam rúmum 406 milljónum en var 472 milljónir árið áður.

Eignir Bautans námu 98,4 milljónum í árslok og var eigið fé 62,1 milljón.

Handbært fé lækkaði um 37 milljónir, einkum vegna 33 milljóna króna arðgreiðslu. Bautinn er í eigu Guðmundar Karls Tryggvasonar.

Stikkorð: Akureyri veitingastaður Bautinn uppgjör
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim