Fram kom í grein Le Monde að í skýrslu um ríkistekjur kom í ljós að breytingar sem urði í skattlagningu árið 2012 og 2013 með nýjum skattaleiðum hafi ekki skilað tilsettum árangri.

Samtals yrðu tekjur af skatti 14,6 milljörðum evra lægri en við var búist vegna taps á tekjuskatti, fyrirtækjaskatti og virðisaukaskatti. Tekjur af skatti áttu að aukast um 10,5% en náðu einungis 5,8% hækkun.

Tekjur af tekjuskatti jukust um 4,9 milljörðum minna en við var búist, og nýjar skattastefnur skiluðu 4,5 milljörðum í stað 6,2 milljarða spá. Tekjur af fyrirtækjaskatti skiluðu einnig 6,4 milljörðum minna en spáð var og sömuleiðis skiluðu tekjur af virðisaukaskatti 5 milljörðum minna en við var búist.

Tekjur ríkisins í ár munu ekki aukast, samkvæmt skýrslunni, meðal annars vegna 9,8 milljarða evra kostnaðar við verkefni sem miðar að því að auka atvinnu með því að gera skattumhverfið samkeppnishæfara.

Franska ríkið er einnig illa sett vegna aukinna ríkisútgjalda í varnarmálum, en útgjöldin í garð þeirra árið 2013 voru einungis 400 milljónum evra lægri en árið 2010 og 600 milljónum evra hærri en árið 2011. Skuld ríkisins stendur nú í 249 milljörðum evra.