Ingibjörg Pálmadóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Tekjur 101 hótels á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu, sem Ingibjörg Pálmadóttir á og rekur, drógust saman um 59 milljónir á síðasta ári frá árinu 2016. Námu þær í heildina 514,6 milljónum króna, en þar af komu 415,2 milljónir frá seldri gistingu, en 41,7 milljónir frá seldum veitingum.

Samt sem áður jókst rekstrarhagnaður félagsins um tæplega 1,5 milljónir, því rekstrargjöldin fóru úr 558,8 milljónum í 498,2 milljónir á milli ára. Þar af lækkaði helst kostnaðarverð seldra vara, þúr 94,6 milljónum í 79,5 milljónir og húsnæðiskostnaður sem fór úr 246,6 milljónum í 170 milljónir. Einnig lækkaði annar rekstrarkostnaður, úr 43,6 milljónum í 36,6 milljónir en aðrir liðir hækkuðu.

Hagnaðurinn fór á sama tíma úr rúmlega 10,2 milljónum í tæplega 15,7 milljónir sem er aukning um 53%. Var það m.a. vegna þess að fjármagnsliðir fóru úr því að vera neikvæðir um 2,1 milljón í það vera jákvæðir um 3,2 milljónir.

Eigið fé félagsins jókst úr 258 milljónum í tæplega 274 yfir árið en skuldirnar jukust úr 68 milljónum í 110 milljónir. Á sama tíma jukust eignir félagsins úr rúmlega 326,1 milljón í 383,6 milljónir. Félagið er að fullu í eigu félagsins 101 Travel ehf.