Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september er 430,6 stig og lækkaði um 0,39% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 397,8 stig og lækkaði hún um 0,62% frá ágúst. Þetta kemur fram í nýrri frétt Hagstofu Íslands.

Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 24,6% (áhrif á vísitöluna -0,43%). Sumarútsölur eru að mestu gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,4% (0,19%) en verð á bensíni og olíum lækkaði um 5,3% (-0,19%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% og er það lækkun um 0,3 prósentur frá fyrri mánuði, en verðabólga mældist 2,2% í síðasta mánuði. Vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,5%.