Atvinnuleysi í Banadaríkjunum lækkaði úr 3,8% niður í 3,6% í síðasta mánuði. Er um að ræða minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur síðan í desember árið 1969, eða í 49 ár. BBC greinir frá.

Þá sýna tölur að þetta stærsta hagkerfi heimsins hafi bætt við sig rúmlega 263 þúsund störfum í síðasta mánuði, sem er mun meiri fjöldi en gert hafði verið ráð fyrir.

Loks kemur fram að meðalárslaun hækkuðu um 3,2%.