Það stefnir í minnstu vínframleiðslu í Frakklandi síðan 1957 á þessu ári. Frost í Bordeaux i vor og óveður Champagne og þurrkar í suðausturhluta landsins ullu þess að vínber skemmdust og uppskeran varð því minni en ella.

Búist er við því vínframleiðsla í Frakklandi dragist saman um 19% og verði 3,69 milljarðar lítra, sem samsvarar 4,9 milljarðar flöskum af víni.

Bloomberg segir Frakka og Ítali jafnan keppa um hvaða þjóð framleiði mest vín í heiminum, og þar spili veðurfar of miklu. Frost hafi haft minna áhrif á Ítalíu en búist er við að vínframleiðsla nemi 4,72 milljörðum lítra þrátt fyrir 24% samdrátt.