*

fimmtudagur, 21. mars 2019
Innlent 29. ágúst 2016 16:17

Mint Solutions fær nýtt fjármagn

Fjárfest var í fyrirtækinu Mint Solutions fyrir því sem nemur 650 milljónum króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í lyfjaöryggi.

Ritstjórn

Fyrirtækið Mint Solutions sem eru í eigu íslenskra og hollenskra fjárfesta, hefur fengið 650 milljón króna fjárfestingu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að það stefni á innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á heilbrigðisstofnunum.

Aðilarnir sem fjárfesta í Mint Solutions eru BON Capital ásamt hluthöfunum LSP og Seventure Partners. Einnig eiga íslenskir fjárfestar hluta í fyrirtækinu.

Rétt lyf á réttum tíma

Í tilkynningunni segir framkvæmdarstjórinn Gauti Þór Reynisson að fjárfestingin hjálpi Mint Solutions við það að þróa MedEye og auka þar með öryggi á heilbrigðisstofnunum. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á búnaði sem sér til þess að sjúklingar fái réttan skammt á lyfjum á réttum tíma.

MedEye kerfið hefur sýnt að hægt sé að draga úr hættu á því að veita sjúklingum röng lif og er því verðmæt viðbót fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstofnanir.