Talsverðar lækkanir urðu á mörkuðum í Bandaríkjunum í dag, en þá hefur Dow Jones lækkað um 0,28% og Standard & Poor’s um 0,24%. Eflaust eru þessar hækkanir tengdar hráolíuverði á einn eða annan hátt, en Brent-hráolía hefur lækkað um rúm 0,62%.

Staða mála í Evrópu er misgóð, en þar hefur DAX vísitalan í Þýskalandi farið hækkandi um rétt tæplega 0,6%. Þá hefur Euro Stoxx 50 vísitalan hækkað um 0,86%, en FTSE 100 vísitalan breska lækkaði um 0,09%.

Þó varð hækkun við lokun Asíumarkaða í morgun. Þá hafði Nikkei-vísitala japanska verðbréfamarkaðarins hækkað um 4,11% og Hang Seng í Hong Kong um 3,07%.