Með það fyrir augum að gefa glögga mynd af stefnumálum stjórnmálaflokkanna í efnahags- og atvinnumálum hefur Viðskiptablaðið tekið saman helstu áherslur þeirra hvað málaflokkana varðar.

Við gerð úttektarinnar var leitast við að gera grein fyrir helstu áherslum stjórnmálaflokkanna í samræmi við upplýsingar og orðalag eins og það birtist á vefsvæðum framboða. Ekki er um er um ítarlega greiningu að ræða heldur aðeins stiklað á stóru og reynt að draga fram í dagsljósið helstu áherslur flokkanna í hverjum málaflokki fyrir sig. Vegna þess fjölda flokka sem eru í framboði var ákveðið að einblína á stefnu þeirra flokka sem mælst hafa með meira en 5% fylgi í könnunum og geta því talist líklegir til að fá fólk kosið inn á Alþingi í þingkosningunum sem fara fram 29. október, hér getur að sjá áherslur Pírata, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins.