Þróun raunverðs á húsnæði á Norðurlöndunum fimm hefur verið mismunandi frá árinu 2001. Frá 2001 fram að fjármálakreppunni 2008 má segja að þróunin hafi verið svipuð hjá þeim öllum að því leyti að nokkuð stöðug hækkun var á húsnæðisverði á þessum tíma. Hækkunin var öllu skarpari á Íslandi og í Danmörku í aðdraganda kreppunnar, en stöðug hækkun einkenndi markaðina alla fimm.

Frá því að kreppan hófst árið 2008 hefur hins vegar skilið á milli ríkjanna fimm. Í Danmörku og á Íslandi varð mjög skörp dýfa í raunvirði húsnæðis og eiga húsnæðismarkaðir landanna tveggja það sameiginlegt að í hvorugu tilvikinu hefur raunverð náð fyrri hæðum. Raunar er nokkuð mikill munur á raunvirði húsnæðis nú og á árunum fyrir hrun í löndunum tveimur.

Þróun raunverðs Norðurlönd
Þróun raunverðs Norðurlönd

Nánar er fjallað um málið í sérblaði sem fylgir Viðskiptablaðinu sem fjallar um fasteignir. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .