*

föstudagur, 19. október 2018
Innlent 30. nóvember 2017 09:03

Mismuna farþegum með verði

American Airlines segir þrefalt hærra flugverð frá Íslandi og Dallas miðast við að Ísland sé upprunastaður farþega.

Ritstjórn

Stærsta flugfélag heims, bandaríska flugfélagið American Airlines segir skýringuna á hærra verði á flugleið félagsins frá Dallas til Íslands, en íslensku félögin bjóða upp á, vera verðmismunun. Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá getur verið allt að þrefaldur verðmunur á flugfargjöldum milli áfangastaðanna milli Icelandair og Wow air annars vegar og American Airlines hins vegar.

Martha Thomas, talsmaður American Airlines segir félagið bjóða samkeppnishæf fargjöld fyrir bandaríska farþega, það er þá sem byrja ferðalagið í Dallas að því er fram kemur á Túrista.

„Við erum bandarískt flugfélag og Bandaríkin eru okkar stærsti markaður,” segir Martha Thomas sem þó segir verðlagningu flugfélagsins í sífeldri endurskoðun. „Það þýðir að fargjöld breytast reglulega og á hverjum markaði fyrir sig, hvort sem er í Bandaríkjunum eða á Íslandi, getur verðstefnan verið ólík.”