*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 29. mars 2018 14:31

Mismunun kostar Uber milljarð

Uber hefur fallist á að greiða milljarð króna fyrir að hafa greitt körlum hærri laun en konur.

Ritstjórn
epa

Leigubílaþjónustan Uber hefur fallist á að greiða 10 milljónir dollara, um milljarð króna, þar sem fyrirtækið hafi greitt konum og minnihlutahópum lægri laun en öðrum starfsmönnum. Að hópmálsókninni stóðu 420 starfsmenn Uber. Fortune greinir frá.

Samliða bótagreiðslunni hyggst Uber breyta því hvernig það ákvarðar laun starfsmanna og tekur ákvarðanir um stöðuhækkanir. Auk þess hyggst fyrirtækið bjóða konum og minnihlutahópum upp á viðbótarþjálfun.

Uber er eitt fjölmarga tæknifyrirtækja sem legið hafa undir gagnrýni fyrir mismunun kvenna og minnihlutahópa. Mörg þeirra hafa lofað bót og betrun en afar misjafnt hve mikið hefur verið að marka þær yfirlýsingar.