Þrátt fyrir að fáir Bretar segist sjá fréttir, sem eru uppspuni frá rótum til pólitísks eða viðskiptalegs ávinnings, þá hafa hartnær 60% áhyggjur af slíkum fréttaflutningi.

Samkvæmt rannsókn Reuters stofnunarinnar í Oxford er verulegt misræmi milli áhyggna almennings af miður góðum fréttaflutningi og raunverulegri reynslu fólks af honum.

Þannig hefur rúmur helmingur áhyggjur af spuna eða hagræðingu staðreynda einhverjum málstað til framdráttar, en aðeins þriðjungur mundi eftir slíkri frétt undanfarna viku. Því skortir nokkuð upp á trúverðugleika miðla, að hluta að ósekju.