*

föstudagur, 22. febrúar 2019
Innlent 29. ágúst 2018 12:55

Miton Group bætir við sig í TM

Miton Group Plc. hefur verið umsvifamikill á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin tvö ár.

Ritstjórn
Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Breski vogunarsjóðurinn Miton Group Plc hefur bætt við sig hlutum í Tryggingamiðstöðinni hf. voru viðskiptin dagssett þann 28. ágúst síðastliðinn. Félagið á nú um 5,2% af atkvæðisrétti í fyrirtækinu en það keypti rétt rúmlega 1,5 milljón hluti fyrir um 47 milljónir króna.

Sjóðurinn hefur verið umsvifamikill á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin tvö ár og er meðal stæstu hluthafa í fjölmörgum skráðum félögum.