*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 8. júlí 2016 12:11

Mjótt á munum í annarri umferð

Ef kosið yrði á ný milli tveggja efstu í forsetakosningunum hefði Guðni fengið stuðning þeirra sem eru eldri og til vinstri.

Ritstjórn
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi hlaut 27,51% atkvæða en Guðni Th. Jóhannesson 38,49% í forsetakosningunum.

Ef önnur umferð hefði verið framkvæmd milli tveggja efstu frambjóðendanna í forsetakosningunum þá hefði munað mjög litlu á milli Guðna og Höllu. Hefðu 52% kosið Guðna Th. Jóhannesson nýkjörinn forseta en 48% kosið Höllu Tómasdóttur.

Sjálfstæðis-, Framsóknarmenn og yngra fólk styður Höllu

Þetta kemur fram í könnun MMR sem framkvæmd var dagana 27.júní til 4.júlí þar sem spurt var hvorn frambjóðandann fólk væri líklegast til að kjósa sem forseta ef haldin yrði önnur umferð í forsetakosningunum þar sem valið stæði á milli tveggja efstu frambjóðendanna.

Var stuðningur við Guðna meiri hjá þeim sem eldri voru og sögðust styðja Samfylkinguna, Vinstri-græn, Pírata og Bjarta framtíð, meðan stuðningur við Höllu var meiri meðal þeirra yngri og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.