Sharon Standifird, tveggja barna móðir frá Texas, hefur þróað snjallsíma forrit sem lætur börnin svara í símann.

Standifird var orðin þreytt á því að börnin hennar svöruðu henni ekki í símanum, hún tók því á það ráð að þróa forrit sem myndi láta þau svara. Lausnin var forritið Ignore No More sem læsir símanum ef börnin svara ekki símtali frá foreldrum sínum. Ef þau hunsa símtal foreldra sinna læsist síminn þeirra og þurfa þau að hringja aftur í foreldra sína til að fá lykilorðið til að aflæsa símanum.

Barnið getur aðeins valið um tvennt þegar síminn læsist, að hringja í foreldri sitt eða að hringja neyðarsímtal í einhvern annan. Forritið er í boði fyrir Andoid síma í gegnum Google Play.