*

föstudagur, 19. október 2018
Erlent 24. nóvember 2017 11:05

Móðurfélag Actavis segir upp þúsundum

Teva, móðurfélag Actavis, er afar skuldsett eftir kaupin á Actavis og hafa misst einkaleyfið á vinsælasta lyfi sínu.

Ritstjórn
Starfsstöðvar Teva í Ísrael.
epa

Teva, móðurfélag Actavis, ætlar að segja upp um 25% af 6.860 manna starfsliði sínu í Ísrael og meira en 10% af 10.000 manna starfsliði sínu í Bandaríkjunum að því er kemur fram í frétt Bloomberg.

Hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu í kjölfar fregnanna en fyrirtækið er afar skuldsett. Matsfyrirtækið Fitch setti skuldir félagsins í ruslflokk fyrr í mánuðinum. Teva missti einkaleyfi á söluhæstu vöru sinni í síðasta mánuði og vinnur hörðum höndum að því að selja eignir frá fyrirtækinu til þess að greiða upp skuldir.

Á vef CNBC eru skuldir Teva sem nema um 35 milljörðum dala sagðar að mestu leyti koma til vegna kaupa félagsins á Actavis á síðasta ári en kaupverðið var 40,5 milljarðar dala.