Auðhumla, móðurfélag MS, tapaði 155 milljónum króna í fyrra en hagnaðist um 364 milljónir króna árið 2016.

Rekstrarhagnaður lækkaði úr 914 milljónum króna í 101 milljón króna. Bókfært virði fasteignanna hækkaði um 2,1 milljarð króna í fyrra eftir að félagið lét óháðan fasteignasala meta þær. Eignir Auðhumlu námu 20,5 milljörðum króna um áramótin, skuldir 9,3 milljörðum króna og eigið fé 11,2 milljörðum króna.