Kvos ehf., sem m.a. er móðurfélag Odda, OPM ehf. og Plastprents, skilaði 68,8 milljóna króna tapi í fyrra, samanborið við 3,9 milljarða króna hagnað árið 2011. Samanburðurinn er hins vegar ekki alveg sanngjarn því árið 2011 voru tekjufærðir rétt rúmir fimm milljarðar króna vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Velta Kvosar minnkaði um 370 milljónir milli ára, en vegna þess að kostnaður dróst sömuleiðis saman var rekstrarhagnaður gróflega sá sami bæði árin.

Eignir félagsins jukust úr 3,7 milljörðum króna í 4,2 milljarða króna og eigið fé jókst um 170 milljónir og nam 925 milljónum króna um síðustu áramót. Handbært fé frá rekstri var tæpar 199 milljónir króna í fyrra. Þorgeir Baldurssoner forstjóri Kvosar.