Stjarnan ehf., sem er með einkaleyfi á Íslandi fyrir veitingahúsakeðjuna Subway, hagnaðist um tæpar 143 milljónir árið 2015, samkvæmt ársreikningi félagsins.

Hagnaðurinn dregst því saman milli ára, en hann nam 174 milljónum árið 2014. Sala félagsins nam 1,88 milljarða árið 2015 og hélst því nokkuð stöðug milli ára, en árið 2014 nam salan tæpum 1,9 milljarði.

Rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam tæpum 71,7 milljörðum árið 2015 og hækkar því milli ára, árið 2014 nam rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða tæpar 59 milljónir.

Eigið fé félagsins nam 748 milljónum árið 2015 en það nam hins vegar tæpum 806 milljónum árið 2014. Langtímaskuldir félagsins lækkuðu milli ára. Árið 2014 námu langtímaskuldir Stjörnunnar tæpum 519 milljónum en lækkuðu niður í 398 milljónir árið 2015.
Skammtímaskuldir Stjörnunnar hækkuðu hins vegar úr 240 milljónum árið 2014 upp í tæpar 410 milljónir.

Félagið greiddi út laun fyrir 641 milljón árið 2015 og fjöldi starfsmanna var 150 miðað við heilsársstörf.

200 milljónir voru greiddar út í arð árið 2015.

Leiti eignarhaldsfélag ehf. á 100% hlut í Stjörnunni. Guðmundur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Stjörnunnar og Skúli Gunnar Sigfússon er stjórnarmaður.