*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 4. ágúst 2018 19:01

Mögnuð og áhættulaus upplifun

Hinrik Haraldsson stofnaði fyrirtæki sem mun bjóða upp á kappakstursbílahermi eftir að hann fór með dóttur sinni í gokart.

Magdalena Anna Torfadótt
Hinrik Haraldsson stofnaði fyrirtæki á dögunum sem mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á akstursupplifanir af ýmsum toga.
Eva Björk Ægisdóttir

Ég hef alltaf verið mikill tölvuleikjagaur ég vann til að mynda hjá CCP í tólf ár áður en ég hætti hjá þeim núna í janúar,“ segir Hinrik Haraldsson, stofnandi GT Akademíunnar. Fyrirtækið sem hann stofnaði á dögunum mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á akstursupplifanir af ýmsum toga. Hinrik segir að með herminum sé í raun hægt að fá sömu upplifun og í raunverulegum kappakstursbíl án nokkurrar áhættu.

„Tölvubúnaðurinn í þessum hermum er orðinn það fullkominn að þegar hann er notaður er nánast eins og maður sé að keyra raunverulegan kappakstursbíl. Þegar maður bætir við sýndarveruleika þá er þetta alveg einstök upplifun. Þú keyrir yfir hraðahindranir og síðan eru tjakkar á stólnum sem lyfta þér upp þannig það er líkt og um raunverulegar hindranir sé að ræða.“

Bílahermirinn sem um ræðir heitir SimXperiens. Búnaðurinn er afar nákvæmur og líkir eftir öllu því sem hefur áhrif á bílinn meðal annars loftþrýsting dekkjanna og er upplifunin nær óaðgreinanleg frá raunverulegum akstri.

Hinrik segir að hugmyndin að fyrirtækinu hafi kviknað þegar hann sá auglýsingu frá SimCenter stuttu eftir að hann fór með dóttur sinni á gokart-brautina í Hafnarfirði. „Það er svo algengt að ungir krakkar, og fólk almennt, slasi sig þegar þeir prófa kappakstursbíla. Með þessu móti er hægt að komast hjá því en upplifunin er samt sem áður mögnuð.“

Hinrik segir að fyrirtækið vilji einbeita sér að þremur viðskiptavinahópum. „Við vonumst til að hið opinbera geti nýtt sér þjónustu okkar, til dæmis lögreglu-, slökkviliðsog sjúkraflutningamenn. Þeir þurfa náttúrulega að þjálfa sig fyrir störf sín í forgangsakstri og slíku. Síðan viljum við ná til akstursíþróttamanna, gefið þeim raunverulegan og góðan vettvang til að æfa sig. Loks viljum við ná til fólks á öllum aldri sem getur komið hingað til okkar og skemmt sér saman.“

Hann segir jafnframt að þegar fram líða stundir vilji fyrirtækið bjóða upp á sérstök námskeið fyrir krakka. „Svona námskeið þekkjast víða erlendis og eru sérstaklega algeng og vel útfærð í Finnlandi. Að mínu mati er mikil vöntun á svona námskeiði hérlendis og því væri algjör draumur að geta boðið upp á eitt slíkt.“

Fyrirtækið hefur aðsetur í Ármúla 23 og stefnt er að opnun í byrjun september.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim