Samkvæmt Sádí-Aröbum er ríkisolíufyrirtækið Aramaco, sem á að selja á markaði árið 2018, það verðmætasta sem hefur nokkurn tímann farið í slíkt söluferli. Verðmat þeirra á fyrirtækinu nemur 2.000 milljörðum dollara, eða því sem myndi jafngilda tveimur Apple í verðmæti og hálfu Google í þokkabót. Raunin gæti þó verið önnur. Bloomberg gerir þetta af umfjöllunarefni sínu .

Í grein Bloomberg segir að Sádí-Arabarnir gætu þurft að sætta sig við talsvert lægri upphæð en ef tekið er mið af verðmati greiningarfyrirtækja er kjarnastarfsemi Amaco metin á 400 milljarða dollara.

Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, nefndi töluna 2.000 milljarða síðastliðinn mars. Hins vegar hafa jafnvel efasemdir vaknað innan Sádí-Arabíu að skráning fyrirtækisins gæti verið svo verðmæt. Samkvæmt heimildarmönnum Bloomberg innanbúðar gæti talan verið nær 500 milljörðum til 1.000 milljarða.